Húsfreyjurnar
Lolli er mikill höfðingi og hann tók sig til og bauð okkur að kom í ár og að sjálfsögðu þáðum við það góða boð. Hann bauð einnig Þórdísi og Grétari og við lögðum land undir fót á laugardagsmorguninn og ókum sem leið lá norður. Áttum viðkomu í Borgarnesi þar sem við fengum okkur kaffi og meððí og komum svo aðeins við í Hyrnunni til að kaupa lottó. Þar kom það skemmtilega í ljós að ég átti vinninga á tveimur gömlum lottómiðum og gladdi það mitt gamla hjarta. Annar þessara vinninga var töluverð fjárhæð.
Þegar til Hvammstanga kom þá fórum við beint í húsið hennar Stínu Jósefs og komum okkur þar fyrir. Steina og Dísa fóru í heimsókn til Jóns Gests og dvöldu þar í tvo tíma. Þegar klukkan var að ganga átta drifum við okkur af stað úteftir í tölvuverðri rigninu og svartamyrkri. Vegurinn var blautur og holóttur og svo var maður með varann á vegna hrossa sem oft eru að þvælast meðfram veginum.
Við tókum okkur svo sæti við borð sem Lolli hafði tekið frá fyrir sig og sitt fólk.
Lolli til hægri, Þórdís til vinstri
Þingmennirnir
Það var heilmikið stuð á fólki og mikið sungið.
Allt fór þetta vel fram og voru vorum við komin aftur í hús á Hvammstanga fyrir miðnætti.
Á sunnudeginum var svo heilmikil dagskrá. Fyrst fórum við út að Ásbjarnarstöðum í hádegismat og það var að sjálfsögðu læri með öllu tilheyrandi. Boð höfðu komið frá Stínu um að við mættum ekki fá okkur eftirrétt á Ásbjarnarstöðum og þess vegna drifum við okkur fram að Þorgrímsstöðum og fengum þar heita rabbarbaratertu með ís.
Þá var að snara sér til baka inn á Hvammstanga og þar beið okkar vöfflukaffi hjá Siggu. Var þá óhætt að segja að við værum fullsödd orðin. En mikið lifandis skelfing voru þetta allt góðar veitingar.
Að öllu þessu áti loknu var ekkert eftir annað en aka suður á bóginn aftur og heim vorum við komin rúmlega hálfátta um kvöldið.
Þetta var ljómandi skemmtilegur túr og gekk vel í alla staði.
No comments:
Post a Comment