Guðmundur Guðlaugsson mætti, ásamt konu sinni, á þorrablót Húnvetningafélagsins og Húnakórsins í Húnabúð þann 29. janúar 2011. Hann flutti þar ávarp og fór með flím. Gerði góðlátlegt grín að viðskiptaháttum Húnvetninga með skýrri vísan til veislustjóra ónefnds!
Hann endaði mál sitt með þessum vísum:
Í Húnabúð ég kátur kem
með kvæði og söng á vörum.
En þessar vísur sem ég sem
eru á sérlega góðum kjörum.
Af Húnvetningum hafa má
harla gagnleg kynni,
þó vissulega verði þá
von um hagnað minni.
Af bruðli síst ég þekki þá
á þorrablótum stórum,
og sjaldan hafa efni á
alvöru veislustjórum.
___________________________________________________________________________
Karlakór Kjalnesinga hélt jólatónleika í desember 2010, þá fyrstu á 20 ára starfsferli sínum. Tónleikarnir voru haldnir í Langholtskirkju og til samstarfs við sig hafði karlakórinn fengið Freyjurnar úr Borgarfirði. Þegar báðir kórarnir sungu saman var þröng á þingi enda í heildina voru þetta um 80 söngmenn - og konur.
Hann endaði mál sitt með þessum vísum:
Í Húnabúð ég kátur kem
með kvæði og söng á vörum.
En þessar vísur sem ég sem
eru á sérlega góðum kjörum.
Af Húnvetningum hafa má
harla gagnleg kynni,
þó vissulega verði þá
von um hagnað minni.
Af bruðli síst ég þekki þá
á þorrablótum stórum,
og sjaldan hafa efni á
alvöru veislustjórum.
___________________________________________________________________________
Karlakór Kjalnesinga hélt jólatónleika í desember 2010, þá fyrstu á 20 ára starfsferli sínum. Tónleikarnir voru haldnir í Langholtskirkju og til samstarfs við sig hafði karlakórinn fengið Freyjurnar úr Borgarfirði. Þegar báðir kórarnir sungu saman var þröng á þingi enda í heildina voru þetta um 80 söngmenn - og konur.
Kvennakórinn stóð fyrir framan karlana og voru kórarnir ansi nástæðir í samsöngnum allavega ofan af svölum séð. Því varð þessi staka til:
Glymur tónninn glæstur, stór,
glampar rjóður vangi.
Þegar syngur karlakór
með kerlingar í fangi.
EG
Vísnaþættinum barst eftirfarandi ábending:
"stór" í frumgerð !!!
Vísnaþættinum barst eftirfarandi ábending:
Sæll! Kíkti í vísnahornið en sá að annað brageyra höfundar hafði breytt frumgerð og látið "hár" ríma við "kór". Var
Sjaldan hefur sonur Gríms
sofið eins á verði.
Úr ævagömlum reglum ríms
rosalítið gerði.
Kveðja -A-10
Ábendingunni var tekið fegins hendi og þegar gerð bragarbót og vísan færð til frumgerðar.
Þegar brýtur reglur ríms
og ruglar fínu ljóði.
Iðrast sonur gamla Gríms,
en grætur bara í hljóði.
_______________________________________________________________________________
_______________________________________________________________________________
Heilsufarið
Aumt er nú mitt bogna bak,
Aumt er nú mitt bogna bak,
blásinn upp er magi.
Í herðablöðum heiftar tak,
hausinn ekki í lagi.
Bólgin á mér bæði hné,
bólóttur í framan.
Með augunum ég ekkert sé,
eistun fallin saman.
Heyrnin sljó og hárið feitt,
hóstinn tekur völdin.
Enda get ég ekki neitt,
eftir 7 á kvöldin.
Andinn virðist eins og sést
ærið tregablandinn.
Græt ég oft er gerist verst
gyllinæðarfjandinn.
Eyrun bæði eru sýkt
upp úr svefni er rumið.
Þetta er ekki lygi líkt,
læt því staðar numið.
Á Aðventunni 2009
EG