Þau mættu svo hér í B19 og við ókum sem leið lá suður á Reykjanes, allt til Þorbjarnarfells. Það lætur ekki mikið yfir sér en leynir á sér þegar nær er komið. Við lögðum bílnum á þar til gerðu bílastæði og gengum sem leið lá upp vel markaðan göngustíg.
http://www.ferlir.is/?id=4212
Hér má sjá greinargóðar upplýsingar um fellið og hvar þar er að finna. Sjálfsagt að nota það sem áður hefur verið gert; ekki alltaf vera að finna upp hjólið.
Við gengum sem sagt sem leið lá alveg upp á hæsta topp fellsins sem mun vera 243 m yfir sjó. Þarna upp eru loftnetsmastur og fleiri mannvistarleyfar. Hlýtt var í veðri og sterk sól þannig að við urðum töluvert göngumóð og gott var að kasta mæðinni og fá sér vatnssopa í góða veðrinu.
Blásið úr nös
Við skoðuðum Þjófagjána og könnuðum umhverfið eins og hægt var og skoðuðum okkur um í dágóða stund. Þarna uppi er frábært útsýni til allra átta. Nokkurt mistur var í lofti en þó var skyggni alveg ásættanlegt.Horft til Grindavíkur
Í Þjófagjá
Þessi er líka úr Þjófagjá
Að lokinni kaffidrykkju ókum við sem leið lá til Grindavíkur og svo með ströndinni í átt að Krýsuvík. Nutum útsýnis og veðurblíðunnar í ríkum mæli. Hörmulegt er að sjá sárið eftir kirkjuna í Krýsuvík, sem einhverjir ólánsunglingar úr Hafnarfirði brenndu til ösku síðasta vetur.
Ekkert bar til tíðinda á heimleiðinni, en þegar komið var í Byggðarendann var grillað og síðan notið góðs matar og drykkjar og síðast en ekki síst góðs félagsskapar.
No comments:
Post a Comment