Í Arkarholti
Í lok þess atburðar var ákveðið að við Steinunn sæjum um næsta göngutúr. Við ákváðum að ganga sunnudaginn 26. september og völdum að ganga í kringum Vífilsstaðavatn og upp á Gunnhildi (!) sem er hæð í nágrenni vatnsins. Þar sem ekki er mætinga- eða tilkynningaskylda vissum við svo sem ekki hversu margir myndu mæta. Það kom þó fljótlega í ljós að þau Guðmundur og Stína myndu mæta.
Nema hvað, þennan sunnudagsmorgun var aldeilis bálhvasst af suðri eða suðvestri og gekk á með skúrum. Við létum það þó ekki hafa nein áhrif á okkur og mættum á svæðinu kl. 11:00 og þar voru fyrir Guðmundur og Stína og Dóri og Dísa. Við létum okkur hafa það og gengum upp á Gunnhildi og síðan í kringum vatnið. Það var ansi hressandi, því er ekki að neita.
Að göngutúrnum loknum fórum við í golfskálann við Vífilsstaðaveginn og fengum okkur þessa líka fínu sveppasúpu með góðu brauði og svo kaffi á eftir. Það sem best var að þetta kostaði skid og ingenting.
Þetta var hinn ágætasti göngutúr og fínn félagsskapur. Eftir hádegið fór ég svo á hátíð á Kjalarnesi þar sem flygillinn sem Óli gaf Karlakór Kjalnesinga var vígður en það er önnur saga.
No comments:
Post a Comment