Tuesday, October 26, 2010

Gönguklúbbur Langholtskórsins

Um margra ára skeið hefur verið starfræktur gönguhópur hóps fólks sem einhverntíma hefur verið starfandi með Kór Langholtskirkju. Þessi hópur hefur gengið af og til en ekki neitt reglulega, það er að segja eiginlega mjög óreglulega. Hópurinn hittist í sumar að forgöngu Guðmundar og Stínu og þá var gengið um Mosfellsbæ og síðan voru veitingar í boði þeirra hjóna í Arkarholtinu.


Í Arkarholti

Í lok þess atburðar var ákveðið að við Steinunn sæjum um næsta göngutúr. Við ákváðum að ganga sunnudaginn 26. september og völdum að ganga í kringum Vífilsstaðavatn og upp á Gunnhildi (!) sem er hæð í nágrenni vatnsins. Þar sem ekki er mætinga- eða tilkynningaskylda vissum við svo sem ekki hversu margir myndu mæta. Það kom þó fljótlega í ljós að þau Guðmundur og Stína myndu mæta.

Nema hvað, þennan sunnudagsmorgun var aldeilis bálhvasst af suðri eða suðvestri og gekk á með skúrum. Við létum það þó ekki hafa nein áhrif á okkur og mættum á svæðinu kl. 11:00 og þar voru fyrir Guðmundur og Stína og Dóri og Dísa. Við létum okkur hafa það og gengum upp á Gunnhildi og síðan í kringum vatnið.  Það var ansi hressandi, því er ekki að neita.

Að göngutúrnum loknum fórum við í golfskálann við Vífilsstaðaveginn og fengum okkur þessa líka fínu sveppasúpu með góðu brauði og svo kaffi á eftir. Það sem best var að þetta kostaði skid og ingenting.

Þetta var hinn ágætasti göngutúr og fínn félagsskapur. Eftir hádegið fór ég svo á hátíð á Kjalarnesi þar sem flygillinn sem Óli gaf Karlakór Kjalnesinga var vígður en það er önnur saga.

No comments:

Post a Comment