Ferðaplan
4. júní - flogið með Flugleiðum til Milano á flugi FI
590 KEFMXP 16:50-22:40 ekið rakleiðis á: Hótel
Poiano
****,
þar sem við gistum næstu fimm nætur m/morgunverði.
05.júní – morgunverður á
hóteli.
Eftir langan ferðdag daginn áður, er
ágætt að slaka á til hádegis þennan dag í sundlaugargarðinum. Kl. 13:00 fer
rútan með ykkur niður í bæinn Garda, þar sem gaman er að anda að sér sögunni,
innan gömlu múranna, fá sér kaffibolla eða einn kaldan og halda svo nokkurra
kílómetra leið í rútunni, þar sem er að finna Museo di Olivo, eða Ólívusafnið.
Þarna getur maður smakkað á allskonar afurðum úr ólívum, balsamik o.fl. Á
heimleiðinni komum við í einn virtasta vínkjallara Bardolino - heyrum sögu
víngerðar og fáum að smakka veigarnar, áður en við höldum heim á hótel- skiptum
um föt og svo aftur í bæinn og snæðum kvöldverð á mjög sérstökum stað í gamla
bænum (borðvín og vatn innifalið) - rúta heim á hótel.
06. júní - morgunverður á
hóteli.
Kl. 10:00 ekið til Verona, þar sem
innlendur leiðsögumaður tekur á móti okkur, sýnir okkur elstu hluta borgarinnar
og upp á Borgo hæðina með stórfenglegu útsýni yfir borgina. Gengið aftur niður
með viðkomu á stað þar sem sér yfir Teatro Romano, rómverska útileikhúsið, áður
en komið er inn í gömlu miðborgina þar sem skoðunarferðin heldur áfram um
frægustu torg og stræti - síðdegið er frjálst – glæsikvöldverður við eitt elsta
torg borgarinnar (borðvín & vatn innifaldið) - rútan til baka kl. 22:00.
07. júní - morgunverður á
hóteli.
Kl. 08:30 höldum við af stað til
bæjarins Malcésine, tökum kláf uppá hæsta fjall svæðisins, Monte Baldo, en
þaðan er ægifagurt útsýni yfir til Dolomítanna og fjallann austan héraðsins -
hægt að fá sér göngutúr á fjallinu og snæða hádegisverð þar uppi. Kláfurinn
tekinn niður aftur og þið eyðið síðdeginu í þessum sjarmerandi bæ með þröngum
steinilögðum götum. Rútan tekin aftur heim á hótel og kvöldvepður á eigin vegum
- hægt að borða á hótelinu, eða bara á einum vinsælasta pítsustaðnum á svæðinu,
rétt utan við garðhlið hótelsins.
09. júní - morgunverður á
hóteli - brottskráning og uppgjör reikninga.
Kl. 11:00. lagt af stað í til Toscana
héraðs- endað á hóteli við ströndina, í fjórar nætur í hálfu fæði. Á leiðinni
er hægt að koma við í Modena, eða Salsomaggiore - tveir ólíkir bæir, annar á
miðri Pósléttunni og mestallur innan borgarmúra, hinn í fjöllóttu landi, með
heitum lindum og fögrum gróðri.
10. júní - morgunverður á
hóteli.
Rólegur dagur til hádegis, enn þá er
ekið upp í gömlu bæina Massa og Carrara, en þaðan kemur hvítasti og fallegasti
marmari veraldar. Rútan til baka heim á hótel og kvöldverður á hótelinu.
11. júní - morgunverður á
hóteli.
Kl. 10:00 er ferja tekin til Cinque
Terre (fimm hreppar), í sum þorpanna verður aðeins komist frá sjódeginum eytt
þar og svo er báturinn tekinn til baka á hótelið - kvöldverður á hóteli.
12. júní - morgunverður á
hóteli.
Kl. 10:00 er haldið til menningarperlu
Ítalíu - Flórens, rúml. kl.st. akstur - á leiðinni er komið að skakka turninum
í Pisa og þaðan ekin styssta leið til Flórens. Komið til baka á hótelsíðdegis -
kvöldverður á hóteli
13. júní - morgunverður á
hóteli - brottskaráning og uppgjör reikninga.
Nú eru tveir valkostir - annar er sá
að eiga þennan dag á ströndinni - snæða hádegisverð á hótelinu - hinn er sá að
leggja strax af stað til Milanó og eyða deginum þar, áður en haldið er út á
flugvöll í veg fyrir heimflug á fluginu: FI 533 13JUN MXP/KEF
23:40 - 01:55Innifalið: Flug og skattar til og frá Mílanó, gisting m/morgunverðarhlaðborði á Hótel Poianó**** við Garda, í fimm nætur - gisting í hálfu fæði á Hótel Lido *** + í Marina di Massa, í fjórar nætur, rúta samkvæmt ferðadagskrá, tveir glæsikvöldverðir, innlendir leiðsögumenn þar sem þess er krafist og skipulag ferðar.
Ekki innifalið: Aðrar máltíðir en að ofna greinir, vínsmökkun í Bardolino, miði í fjallakláf, miðar í ferju á Gardavatni og bátinn til Cinque Terre.